fbpx

Sumarstarfið komið á fullt

Nú er sumarstarfið komið á fullt eftir að vetrarstarfinu lauk með glæsilegri vorsýningu. Iðkendur eru mættir í salinn fullir af eldmóði enda sumaræfingar uppáhaldsæfingarnar hjá mörgum iðkendum.  Sumarnámskeiðin fara líka vel af stað en fyrra tímabilið er nánast fullt en enn eru laus pláss á einhverjum námskeiðum. Við hvetjum þá sem eiga eftir að skrá börnin sín að gera það hið fyrsta áður en allt verður fullt.
Svo minnum við á forskráninguna fyrir haustið en þeir sem forskrá sig fyrir 16.júní ganga fyrir í hópa í haust.

You may also like...