fbpx

Dagur Kári nældi í brons á norðurlandamóti drengja í Noregi

Dagur Kári Ólafsson vann til bronsverðlauna á bogahesti á norðurlandamóti drengja sem fram fór í Noregi um liðna helgi. Dagur Kári komst í úrslit á þremur áhöldum, bogahesti, tvíslá og svifrá og náði bestum árangri á bogahesti 3.sæti með 11,700 stig en hann vannst með 11,833 stigum. Dagur Kári endaði í 7.sæti á tvíslá en í 5.sæti á svifrá. Félagar hans Tómas Bjarki Jónsson og Ágúst Ingi Davíðsson komust í úrslit á gólfi og endaði Ágúst Ingi í 4.-5.sæti hársbreidd frá verðlaunum og Tómas Bjarki endaði í 6.sæti. Í fjölþrautarkeppninni endaði Dagur Kári í 12.sæti, Tómas Bjarki í 17.sæti, Ágúst Ingi í 18.sæti og Sverrir í 20.sæti en alls kepptu 28 strákar í flokknum. Glæsilegur árangur hjá þessum upprennandi piltum.

Á sama móti var keppt í unglingaflokki drengja og stúlkna. Gerpla átti tvær stúlkur í unglingalandsliði kvenna og þrjá drengi í unglingaliði karla. Tinna Sif Teitsdóttir endaði í 14.sæti í fjölþraut og Sonja Margrét í 10.sæti en þær skoruðu báðar yfir 46 stig sem er flottur árangur hjá þeim. Tinna Sif komst í úrslit á gólfi og endaði í 5.sæti.  Þær voru báðar hársbreidd frá úrslitum á fleiri áhöldum. Í unglingaflokki karla endaði Hafþór Hreiðar í 17.sæti í fjölþraut, Leó í 18.sæti og Martin Bjarni í 20.sæti en hann keppti ekki á öllum áhöldum sökum meiðsla.  Martin Bjarni komst í úrslit á gólfi og endaði í 5.sæti. Leó var hársbreidd frá úrslitum á bogahesti. Róbert og Viktor voru landsliðsþjálfarar drengjanna á mótinu og Andrea Kováts og Guðmundur Brynjólfsson stelpnanna. Flottur árangur hjá okkar fólki og við óskum keppendum og þjálfurum til hamingju!

 

 

You may also like...