Dagur Kári, Kári Hjaltason, Ragnar Örn, Hildur Maja og Rakel Sara Vormótsmeistarar í áhaldafimleikum 2025
5 titlar af 6 til Gerplu á Vormóti í áhaldafimleikum.
Vormót í áhaldafimleikum (áður GK meistaramót) fór fram síðastliðna helgi hjá okkur í Versölum. Á föstudegi var keppt í flokki fullorðinna karla og kvenna og svo á laugardegi var keppt í unglingaflokki karla og kvenna, ásamt drengja -og stúlknaflokki.
Gerpla átti 7 keppendur í karlaflokki og 5 keppendur í kvennaflokki. Dagur Kári Ólafsson sigraði karlaflokkinn ásamt því að fá verðlaun á gólfi, bogahesti, stökki og tvíslá. Atli Snær Valgeirsson varð í öðru sæti í fjölþraut og fékk verðlaun á bogahesti, hringjum og stökki. Ágúst Ingi Davíðsson fékk verðlaun á gólfi, hringjum, tvíslá og á svifrá. Sigurður Ari Stefánsson fékk verðlaun á stökki og svifrá. Valgarð Reinhardsson fékk verðlaun á bogahesti.
Hildur Maja Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn og fékk verðlaun átvíslá, slá og gólfi. Kristjana Ósk Ólafsdóttir fékk silfurverðlaun í fjölþraut ásamt því að fá verðlaun á gólfi. Hekla Hákonardóttir fékk verðlaun á stökki. María Sól Jónsdóttir fékk einnig verðlaun á stökki.

Á laugardeginum var keppt í unglingaflokki, drengja -og stúlknaflokki. Gerpla átti 6 keppendur í unglingaflokki karla, 7 keppendur í unglingaflokki kvenna, 5 keppendur í drengjaflokki og 3 keppendur í stúlknaflokki. Kári Hjaltason sigraði fjölþraut í unglingaflokki ásamt því að fá verðlaun á öllum áhöldum. Eysteinn Daði Hjaltason varð í öðru sæti í fjölþraut og fékk verðlaun á gólfi og stökki. Arnór Snær Hauksson varð í þriðja sæti í fjölþraut og gullverðlaun á stökki. Baltasar Guðmundur Baldursson sigraði æfingar á bogahesti.
Ragnar Örn Ingimarsson sigraði fjölþraut í drengjaflokki ásamt því að fá verðlaun á öllum áhöldum. Ármann Andrason varð í öðru sæti í fjölþraut ásamt því að fá verðlaun á öllum áhöldum. Kári Arnarson varð í þriðja sæti í fjölþraut og fékk verðlaun á hringjum og svifrá. Tómas Andri Þorgeirsson fékk silfurverðlaun á tvíslá.
Rakel Sara Pétursdóttir sigraði fjölþraut í unglingaflokki kvenna og fékk verðlaun á þrem áhöldum. Ísabella Maack Róbertsdóttir varð í þriðja sæti í fjölþraut ásamt því að fá verðlaun á stökki og tvíslá. Elfa María Reynisdóttir varð í öðru sæti í fjölþraut ásamt því að fá verðlaun á öllum áhöldum. Berglind Sara Erlingsdóttir fékk bronsverðlaun á jafnvægisslá.

Til hamingju með glæsilegan árangur og flott keppnstímabil!
Úrslit:https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/3319?country=isl&year=-1
Myndir:https://www.smugmug.com/app/organize/2025/Vormhaldafimleikum