fbpx

Bikarmót í stökkfimi

Laugardaginn 27.febrúar kepptu 5 lið frá Gerplu á Bikarmóti í Stökkfimi.

Þar af kepptu þrjú lið í 4. flokki, eitt lið í flokki KKE og eitt í 3. flokki. Liðin stóðu sig með glæsibrag, sýndu flottar fimleikaæfingar og voru félaginu til sóma í framkomu.

Á stökkfimimótum eru gefin verðlaun fyrir einstök áhöld og unnu eftirfarandi lið til verðlauna : 

3. flokkur lenti í fyrsta sæti á gólfi og á trampólíni
4.flokkur Gulur lenti í fyrsta sæti á gólfi4.flokkur Grænn lenti í fyrsta sæti á dýnu
KKE unnu til verðlauna á trampólíni

Við óskum liðunum og þjálfurum þeirra til hamingju með mótið!

You may also like...