fbpx

Vormót í hópfimleikum og stökkfimi

Um helgina fór fram Vormót í hópfimleikum og stökkfimi. Á mótinu kepptu iðkendur á aldrinum 9 til 13 ára. Mótið var í umsjón Gróttu og var hið glæsilegasta í umgjörð og skipulagningu. Vormót er seinasta mót keppnistímabilsins og sendi Gerpla 10 lið til keppni, 3 drengja og 7 stúlkna.  

5. flokkur og KKY 2014 

Í 5. flokki eru keppendur að stíga sín fyrstu skref á FSÍ mótum. Keppt er í kynjalausum aldursflokki. Liðin eru dæmd og fá einkunnir líkt á hefðbundnu móti en öllum keppendum er veitt þátttökuviðurkenning að loknu móti.  

Gerpla sendi þrjú stúlknalið til keppni. Stelpurnar hafa bætt sig mikið á milli móta og stóðu sig frábærlega. Gerpla sendi einnig fullskipað drengjalið í flokknum sem við erum stolt af. Það hefur einnig verið mikill stígandi hjá þeim og hafa þeir bætt sig bæði í framkvæmd æfinga sem og bætt við sig erfiðari stökkum. Að loknu móti fengu allir þátttakendur viðurkenningu fyrir flotta frammistöðu.  

Stökkfimi yngri 

Frá okkur kepptu tvö lið í flokknum Stökkfimi yngri. Eitt drengjalið og annað stúlknalið. Stökkfimi eru hópfimleikar með þeirri undantekningu að leyfilegt er að keppa með færri liðsmönnum. Bæði lið áttu flottan dag og keyrðu flott mót. Í stökkfimi er keppt í fjölþraut sem og á einstökum áhöldum. Úrslit urðu eftirfarandi:

Gerpla KVK 32,050 stig 7. sæti 
Stúlkurnar voru í 4. sæti fyrir frábærar dýnuæfingar 

Gerpla KK 34,100 stig 1. sæti
Drengirnir áttu frábæran dag en ásamt því að sigra fjölþraut hlutu þeir einnig fyrstu verðlaun á dýnu og trampólíni. Á gólfinu voru þeir í 2. Sæti

4. flokkur 

Í 4. Flokki átti Gerpla þrjú lið. Í 4. Flokki er liðunum skipt í þrjár deildir sökum fjölda í flokknum en 30 lið kepptu í heildina. Tvö af þeim kepptu í A deild og eitt í B deild. Öll lið áttu flottan dag bæði voru fimleikarnir glæsilegir sem og mikil gleði á mótinu. Úrslit voru eftirfarandi:

A deild 

Lið 1 39,720 stig 1. sæti  
Lið 2 34,795 stig 5. sæti  

B deild 

Lið 3 29,275 stig 8. Sæti  

KKy 

Lið Gerplu í KKy náði miklum framförum á milli móta og þá sérstaklega í gólfæfingum. En góður stígandi hefur verið í drengja hópunum hjá okkur í vetur. Liðið endaði í 2. sæti með 35,960 stig og munaði einungis 0,135 stigum í það fyrsta.

Við óskum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með frábæra helgi. Næsta verkefni hópanna er að undirbúa glæsilega vorsýningu en hún fer fram 2.-3. júní.

You may also like...