fbpx

Við hoppum af stað á fimmtudaginn!

Samkvæmt afléttingum sem taka eiga gildi aðfaranótt fimmtudags þá hefjast fimleikaæfingar samkvæmt stundaskrá strax á fimmtudaginn 15.apríl. Frístundavagninn hefur akstur samkvæmt áætlun samhliða því. 

Æfingar verða hefðbundnar samkvæmt stundaskrá og verða sýnilegar á Sportabler. 

Við viljum þó ítreka það að biðja iðkendur um að vera heima hafi þeir minnstu einkenni Covid 19 og fara strax í sýnatöku til að taka af allan vafa í samráði við heilsugæslu. Eins biðjum við aðstandendur um að vera ekki að fjölmenna inn í mannvirkin svona fyrst um sinn. 

Mótadagskrá og aðrir viðburðir hafa riðlast sökum æfingastopps en upplýsingar koma frá deildarstjórum og eða þjálfurum varðandi framhaldið þegar það liggur ljóst fyrir. 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Með kveðju starfsfólk Íþróttafélagins Gerplu

You may also like...