fbpx

Nýtt samstarf Gerplu við Gyðu Dís og yogakennslu

 gyda

Byrjendanámskeið 

  1. .mars – 12. april

Þriðjud. og fimmtud. 12:00-13:00

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir.

Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.

Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Slökun og hugleiðsla í öllum tímum.

Spennandi nýtt jóganámskeið fyrir 60 ára og eldri.

  1. mars – 27. april

Mánud. og miðvikud. 9:30-10:30

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.  Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf. Slökun og hugleiðsla í öllum tímum.

Verið velkomin í prufutíma.

Skráning hafin á gydadis@shreeyoga.is   eða í síma 822 8803

Sjá tímatöflu fyrir námskeið og opna tíma

http://gydadis.is/timatafla/

You may also like...