fbpx

Vetrarstarfið að fara á fullt í Gerplu

Æfingar í keppnisdeildum hópfimkeika og áhaldafimleika hefjast miðvikudaginn 23. ágúst.
Æfingar hefjast svo í grunnhópum laugardaginn 26.ágúst og í parkour og almennri deild mánudaginn 28. ágúst.
Allar æfingar eru að týnast inná Sportabler og ætti því allt að vera að smella fyrir veturinn.

Það er mikið að gera þessa dagana hjá þjálfurum og öðru starfsfólki við að undirbúa önnina og hefst starfið formlega með starfsdögum mánudaginn 21. ágúst og þriðjudaginn 22. ágúst.

Ef þú átt eftir að skrá þig eða barnið þitt til æfinga þá skaltu bregðast skjótt við til að tryggja pláss. Ef þið eruð óviss með í hvaða hóp á að skrá þá ekki hika við að senda línu á gerpla@gerpla.is og við aðstoðum þig eftir fremsta megni.

Við hlökkum til starfsársins með ykkur!

Starfsfólk Íþróttafélagsins Gerplu

You may also like...