fbpx

Vel tekið á móti landsliðsfólki Gerplu og þjálfurum að lokinni landsliðstörn

Föstudaginn 2.nóvember var öllum iðkendum sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum núna í haust veitt viðurkenning fyrir árangur sinn. Um var að ræða iðkendur í hópfimleikum sem tóku þátt á Evrópumótinu í Lissabon og þjálfara Gerplu sem voru landsliðsþjálfarar á mótinu. Iðkendur Gerplu sem tóku þátt á HM í Doha, Quatar, sem og þátttakendur á Ólympíuleikum ungmenna og Elite Gym Massilia. Þau fengu öll rós í viðurkenningarskyni en sérstaka viðurkenningu fékk Sonja Margrét Ólafdóttir fyrir að framkvæma nýtt afstökk á slá á HM og fá það nefnt eftir sér í Code of points. „The Olafsdottir“.   Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis á komandi keppnistímabili.

Meðfylgjandi eru myndir af hópnum en því miður vantar nokkra iðkendur og þjálfara á myndirnar.

 

You may also like...