fbpx

Valgarð Íslandsmeistari í 5. sinn

Valgarð Reinhardsson varð í dag íslandsmeistari í fimmta sinn. Valli vann með nokkrum yfirburðum og skoraði 79 stig sem er frábær árangur.

Gerpla átti efstu sætin í karlaflokki en Jónas Ingi Þórisson sem var að keppa í fyrsta sinn í fullorðinsflokki varð annar og Eyþór Örn Baldursson þriðji.

Í kvennaflokknum var hart barist og sigraði Nanna Guðmundsdóttir með 0,5 stigum en Gerplustúlkan Hildur Maja Guðmundsdóttir sem var að keppa í fyrsta skipti í fullorðinsflokki varð önnur.

Í unglingaflokki karla varð Gerplumaðurinn Dagur Kári Ólafsson íslandsmeistari með miklum yfirburðum og Ágúst Ingi Davíðsson varð í þriðja. Í unglingaflokki kvenna keppti Dagný Björt Axelsdóttir. Hún varð í fjórða sæti.Gerpla á fjölda keppenda í úrslitum á áhöldum á morgun og hlökkum við til að fylgjast með!

Myndirnar frá mótinu má finna á heimasíðu Fimleikasambandsins

Áfram Gerpla

You may also like...