fbpx

Uppskeruhátíð FSÍ fyrir árið 2018

Í gær fór fram uppskeruhátíð FSÍ og voru fjöldi einstaklinga sem fengu viðurkenningar á hátíðinni.

Valgarð Reinhardsson var valinn fimleikamaður ársins en einnig átti hann afrek ársins fyrir að ná inn í úrslit á Evrópumótinu í Glasgow í sumar. Enda frábær árangur.

Auður Inga Þorsteinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Gerplu var heiðruð með gullmerki sambandsins fyrir frábær, óeigingjörn störf í þágu fimleikahreyfingarinnar síðustu áratugi og ekki síst fyrir frumkvöðlastarf hennar í tengslum við fimleika fyrir fatlaða á Íslandi.

Martin Bjarni Guðmundsson fékk afreksmerki fyrir gullverðlaun á stökki á Berlin Cup og þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna.

Agnes Suto Tuuha Eyþór Örn Baldursson og Valgarð Reinhardsson fengu einnig viðurkenningu fyrir verðalunasæti á norðurlandamóti síðasta sumar.

Adela Björt Birkisdóttir, Alexander Sigurðsson, Birta Ósk Þórðardóttir, Bryndís Guðnadóttir, Eysteinn Máni Oddssn, Helga María Hjaltadóttir, Karitas Inga Jónsdóttir, Kristín Amalía Líndal, Margrét Lúðvigsdóttir, Sólveig Bergsdóttir og Valgerður Sigfinnsdóttir fengu viðurkenningu fyrir verðlaunasæti á Evrópumótinu í hópfimleikum.

Þau Harpa Þorláksdóttir, Katalin Maria Ujszigeti, Lajos Kiss, Róbert Kristmannsson og Sif Pálsdóttir fengu öll starfsmerki fyrir frábær störf í þágu fimleika á undanförnum árum.

Andrea Fellner Kovats, Ferenc Kovats og Viktor Kristmannsson fengu rós fyrir gott starf í kringum landsliðin í áhaldafimleikum á síðasta tímabili en þau komu öll að einu eða fleiri landsliðsverkefnum sem þjálfarar.

Flott uppskeruhátíð og góð samverustund í Laugardalshöll í gær. Framtíðin er björt!

Hér má sjá svipmyndir frá hátíðinni í gær.

 

 

 

You may also like...