fbpx

Þrepamót 3

Þrepamót 3 fór fram um helgina í fimleikahúsi Fjölnis í Grafarvogi. Mótið var síðasta mótið sem haldið er á þessu keppnistímabili af FSÍ í 4. og 5. Þrepi pilta og stúlkna. 

Gerpla sendi fjöldan allan af keppendum af báðum kynjum til leiks og var mikil eftirvænting hjá okkar fólki að klára keppnistímabilið með stæl.
Eftirfarandi keppendur náðu þrepi um helgina:

5. Þrep
Ella Sif Ágústsdóttir
Ísabella Benonýsdóttir
Hrannar Már Másson
Þórarinn Höskuldsson

4. Þrep
Áróra Sif Rúnarsdóttir
Sandra Ósk Halldórsdóttir
Theodóra Líf Aradóttir
Ragnar Örn Ingimarsson
Pétur Hrafn Davíðsson
Ísak Þór Ívarsson
Eysteinn Daði Hjaltason
Tadas Eidukonis
Brynjar Björn Haraldsson
Alex Þór Jones

Frábær árangur hjá öllum okkar keppendum á mótinu og erum við virkilega stolt af ykkur öllum. 
Nú hefst undirbúningstímabil hjá öllum okkar keppendum og skemmtilegasti tími ársins að okkar mati framundan, þar sem sumaræfingar og gleði tekur yfir og nýjar æfingar æfðar. 


Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra og til hamingju með flott tímabil 👏

You may also like...