fbpx

Ragnheiður M. Ólafsdóttir nýr formaður Gerplu

Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu var haldinn fimmtudaginn 16.ágúst.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og varð breyting á stjórn. Harpa Þorláksdóttir gekk út úr stjórn en hún gegndi embætti formanns stjórnar síðustu ár. Það er mikil eftirsjá af Hörpu en við keflinu tók Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir en hún hefur setið í stjórn Gerplu mörg síðustu ár. Ragnheiður er lögfræðingur að mennt og erum við í Gerplu heppin að fá að njóta hennar krafta.

Nýr meðlimur í stjórn Gerplu er Heiður Hjaltadóttir en aðrir stjórnarmeðlimir eru Atli Björn Þorbjörnsson, Hjalti R. Eiríksson, Marta Kristín Sigurjónsdóttir, Sif Pálsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir.

Við erum spennt fyrir komandi tímum í Gerplu enda nóg á döfinni en við óskum nýkjörinni stjórn velfarnaðar í starfi!

 

You may also like...