fbpx

Thelma Íþróttakona Kópavogsbæjar 2023

Íþróttahátíð Kópavogs var haldin hátíðleg í Salnum í Kópavogi í kvöld. Bæði þau Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson voru tilnefnd í kvöld. Thelma var að vinna titilinn íþróttakona Kópavogs í fyrsta skipti enda með frábært fimleikaár að baki og virkilega vel að titlinum komin.

Í flokki 13-16 ára fengu Birgir Hólm Þorsteinsson, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Kári Pálmason og Margrét Júlía Jóhannsdóttir viðurkenningu fyrir góðan árangur 2023. Gerplufólk fékk svo fjölda viðurkenninga fyrir góðan árangur á erlendum mótum.

Við erum virkilega stolt af okkar íþróttafólki og óskum þeim ásamt þjálfurum og aðstandendum innilega til hamingju með árangurinn!

You may also like...