fbpx

Landsliðin fyrir Norður Evrópumót hafa verið valin

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum hafa valið fulltrúa í landslið Íslands til að keppa á Norður Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Færeyjum 21.-22. október næstkomandi. Gerpla er stolt af fulltrúum sínum í landsliðinu en alls á félagið átta iðkendur. Gerpla óskar öllum þessu glæsilegu iðkendum alls hins besta í undirbúningnum.

Þess ber að geta að Eyþór, Agnes og Valgarð eru á leiðinni á Heimsmeistaramót á miðvikudaginn en þau munu keppa í Montreal fyrir hönd Íslands. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu sem verður haldið 2.-8.október.

Hér má sjá valið fyrir Norður Evrópumótið:

NEM landslið karla:

Arnþór Daði Jónasson, Gerplu

Valgarð Reinhardsson, Gerplu

Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni

Eyþór Örn Baldursson, Gerplu

Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu

Varamenn: Stefán Ingvarsson, Björk og Guðjón Bjarki Hildarson, Gerplu.

 

NEM landslið kvenna:

Agnes Suto-Tuuha, Gerplu

Dominiqua Alma Belányi, Ármanni

Irina Sazonova, Ármanni

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Björk

Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu

 Varamenn: Vigdís Pálmadóttir, Björk og Sonja Margrét Ólafsdóttir, Gerplu

 

You may also like...