fbpx

HM í áhaldafimleikum

Nú stendur yfir HM í áhaldafimleikum í Glasgow, líkt og glöggir fimleikaundendur hafa tekið eftir. Gerpla átti þrjá keppendur sem unnu sér inn keppnisrétt á mótinu, þau Normu Dögg Róberstdóttir, Eyþór Örn Baldursson og Valgard Reinhardsson.

Norma Dögg stóð sig mjög vel á mótinu og varð í 21.sæti á stökki og 8 hæst af evrópubúum sem er mjög góður árangur en samtals endaði hún með 46,166 stig í fjölþraut. Eyþór Örn átti ekki góðan dag og meiddist á seinasta áhaldi og endaði með 65,232 stig í fjölþraut. Við óskum Eyþóri góðs bata að sjálfsögðu. Tvísýnt var með Valgard fyrir mótið þar sem hann lenti í slæmum meiðslum nokkrum vikum fyrir mótið og því miður varð hann að skrá sig úr keppni að þessu sinni.

Fimleikafélagið Ármann átti einnig þrjá keppendur sem unnu sér inn keppnisrétt á mótinu þau Irenu Sazonovu, Dominiqua Alma Belanyi og Jón Sigurður Gunnarsson. Dominiqua gekk vel á mótinu og endaði með 47,065 stig eftir fjölþraut og Jón Sigurður með 67,263 stig. Irena var hinsvegar sú sem náði bestum árangri íslensku keppendanna og náði sér sæti í undankeppni tvö fyrir Ólympíuleikana í RÍÓ í einstaklingakeppni kvenna sem fer fram í apríl nk. í RÍÓ. Irina varð í 98. sæti af 191 keppenda í fjölþraut með 50.398 stig. Þetta er glæsilegur árangur og mikil sigur fyrir íslenska fimleika, en Ísland hefur ekki áður náð inn í seinni undankeppni fyrir Ólympíuleika. Nú þegar eru 60 sæti í kvennakeppninni ráðinn en 38 sæti eru laus.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska fimleika og raunverulega möguleiki á að ná kvennkeppanda inn á Ólympíuleika sem aldrei hefur náðst fyrr. Gerpla óskar Ármanni og Irenu innilega til hamingju með þennan áfanga og hlökkum við til að fylgjast með henni í vegferðinni að þessu stóra markmiði.

stelpur hmstrákar hm

You may also like...