fbpx

Stundaskrár sumar 2019

Stundaskráin fyrir sumarið er tilbúin og er komin inná heimasíðuna undir stundaskrá sjá hér

Kennt verður í Vatnsenda og Versölum. Hópfimleikar og parkour verður kennt í Vatnsenda en áhaldafimleikarnir kenndir í Versölum. Æfingatímabil keppnishópa í báðum deildum er út júnímánuð.

Við vekjum athygli á því að þeir iðkendur sem eru að klára 2.bekk fæddir 2011 geta valið um að fara á æfingar í sumar annað hvort í hópfimleikum eða áhaldafimleikum. Hópfimleikar heita 5.flokkur fyrir stelpur og kky fyrir stráka. Áhaldafimleikarnir heita áhaldafimleikar kvenna 2011 og áhaldafimleikar karla 2011. Allir þessir tímar eru á mán, þri, mið og fim frá 16:00-17:30 11.júní – 28.júní.
Skráning fer fram inná gerpla.felog.is og opnar fyrir skráningu 1.maí.

Parkour verður í boði fyrir yngri kynslóðina í námskeiðum sjá hér en fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2006 og fyrr þá verður æft 3x í viku á þessu æfingatímabili 11.júní – 28.júní og 29.júlí – 16.ágúst. Skráning í sumaræfingar parkour fer fram inná gerpla.felog.is og opnar fyrir skráningu 1.maí.

You may also like...