fbpx

Stuðningur við börn í fimleikum óskast

Stuðningur við börn í fimleikum óskast í Gerplu 

Íþróttafélagið Gerpla óskar eftir barngóðum og þolinmóðum einstaklingi til að sinna stuðningi við börn með sérþarfir í fimleikatímum.
Engin krafa er gerð um fimleikakunnáttu en skilyrði er að viðkomandi sé 16 ára eða eldri með hreint sakarvottorð, áreiðanlegur og hafi gaman að því að vinna með börnum.

Viðkomandi þarf að geta byrjað strax.
Um er að ræða átta klukkustundir á viku í íþróttasalnum að Versölum 3.

Vinnutími er eftirfarandi:
Mánudagar og miðvikudagar frá 14:30-17:30
Þriðjudagar og fimmtudagar frá 14:30-15:30 

Vinsamlegast hafið samband á gerpla@gerpla.is eða í skilaboðum á facebooksíðu Gerplu ef þið hafið áhuga á starfinu. 

You may also like...