fbpx

Strákarnir farnir á Berlin Cup

Strákarnir í unglingalandsliði Íslands í áhaldafimleikum héldu utan til Berlínar í morgun. Með þeim í för eru þjálfararnir Róbert og Viktor Kristmannssynir. Berlin Cup er í senn bæði liða- og einstaklingskeppni og fer sú keppni fram á morgun 5.apríl en á laugardaginn er svo keppt til úrslita á áhöldum. Íslenska liðið skipa þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson og Martin Bjarni Guðmundsson allir úr Gerplu en þar að auki er með þeim í liði Ármenningurinn Jónas Ingi Þórisson. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu á morgun.

You may also like...