fbpx

Alek nýr deildarstjóri áhaldafimleika karla

Alek

Þann 1. júní urðu starfsmannabreytingar í áhaldadeild karla þegar Alek Ramezanpour tók við deildarstjórastarfi áhaldadeildar karla. Alek er okkur öllum orðinn kunnugur en hann kom til starfa í Gerplu árið 2017. Axel Ólafur hefur sinnt deildarstjórastarfinu af kostgæfni undanfarin ár og þökkum við honum kærlega fyrir vel unnin störf. Axel er þó ekkert á förum frá okkur heldur mun hann áfram sinna þjálfun í deildinni.

Við óskum Alek til hamingju með nýja starfið en hann mun sinna því meðfram þjálfun í áhaldafimleikadeild karla.

Axel Ólafur að þjálfa

You may also like...