fbpx

Níu Gerplukrakkar á leið í landsliðsverkefni í áhaldafimleikum

Í næstu viku fer fram Norðurlandamót í áhaldafimleikum í Noregi. Í gær kynnti Fimleikasamaband Íslands valið fyrir mótið en Gerpla á níu fulltrúa á mótinu. Keppt verður í drengjaflokki en þar á Gerpla alla keppendurna en það eru þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Sverrir Hákonarson og Tómas Bjarki Jónsson. Einnig verður keppt í unglingaflokki karla en þar keppa þeir Hafþór Heiðar Birgisson, Leó Björnsson og Martin Bjarni Guðmundsson. Sonja Margrét Ólafsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir keppa svo með unglingaliði stúlkna. Margir þjálfarar koma einnig úr röðum Gerplu en bræðurnir Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannson fylgja drengjunum og Andrea Kováts Fellner fylgir stúlkunum. Glæsilegur árangur hjá fólkinu okkar og óskum við þeim alls hins besta í Osló í næstu viku.

You may also like...