fbpx

Sjálfboðaliðar – Evrópumót í hópfimleikum á Íslandi

Sjálfboðaliðar Evrópumótsins í hópfimleikum 2014

Má bjóða þér að gerast sjálfboðaliði á stærsta fimleikaviðburði sögunnar?

Evrópumótið í hópfimleikum

Evrópumótið í hópfimleikum

Okkur vantar sjálfboðaliða á Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014 sem haldið verður í Reykjavík 15. – 18. október. Við viljum bjóða þér að taka þátt í gleðinni og aðstoða okkur við að taka vel á móti þeim 42 liðum frá 14 þjóðlöndum sem koma saman í Laugardalnum og keppa um hina eftirsóttu Evrópumeistaratitla.

Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi og þurfum við þína aðstoð við undirbúning og framkvæmd mótsins. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða og viljum við leita til þín eftir aðstoð við þau fjölmörgu verkefni sem þarf að leysa við framkvæmd stórmóta. Ef þú átt tíma aflögu, ert jákvæður og langar að vinna með skemmtilegum hópi þá erum við að leita að þér.

Til að viðburður eins og Evrópumót gangi snurðulaus fyrir sig þarf mikinn fjölda fólks í fjölbreytt verkefni. Skipulagsnefnd leikanna áætlar að rúmlega 400 sjálfboðaliða þurfi til að manna öll þau verkefni sem tengjast leikunum. Sjálfboðaliðar þurfa að vera yfir 16 ára nema þeir séu undir beinni leiðsögn eldri hópstjóra Störf geta verið m.a. uppsetning stúku, aðstoð við mótshald, aðstoð við lokahóf, miðasala, kústurinn, setja í gjafapoka, aðstoðamaður liðanna og aðstoð við skipulag. Vinsamlegast tilgreinið hér að neðan hvaða störf þú telur að hæfileikar þínir nýtist best og hvaða tímabil þú getur aðstoðað okkur með.

Ertu tilbúin að vera hópstjóri og leiða flottan hóp sjálfboðaliða og þar með leggja þitt af mörkum við skipulagningu mótsins. Við hvetjum þig til að sækja um og við komum þér í lið með skemmtilegum hópi. Fyrir hvert 16 tíma starfsframlag býðst sjálfboðaliðum miði á undankeppni mótsins og eru tekin frá 100 sæti í höllinni á hvern viðburð, fyrstir koma fyrstir fá.

Vinsamlegast staðfestu þátttöku þína fyrir 15. sept. og tilgreindu hvaða störf þú hafir áhuga á að taka þátt í á síðu verkefnisins www.teamgym2014.is/for-volunteers.

 

Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara því við viljum troðfylla höllina og skapa með þér ógleymanlega stemningu.

You may also like...