fbpx

Sex íslandsmeistaratitlar og tveir deildarmeistaratitlar til Gerplu

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í höllinni í gærkvöldi og er óhætt að segja að keppnin hafi verið mjög jöfn og spennandi. Keppnin var hörðust í kvennaflokkii en kvennalið Gerplu bætti sig mjög mikið á milli móta og sigruðu tvö áhöld á mótinu í gær. Þær höfðu betur í æfingum á gólfi með einkunnina 19,8 og á trampólíni með einkunnina 16,2. Dýnuæfingarnar þeirra voru vel útfærðar og lentu þær öll 18 stökkin sín á dýnunni. Frábær keppni en íslandsmeistaratitillinn í fjölþraut endaði í Garðabænum. Í keppni karla var ekki eins jöfn keppni en lið Gerplustrákanna sigraði öll áhöld og þar með keppnina í fjölþraut og eru því fjórfaldir íslandsmeistarar. Þeir voru ekki að sýna sitt besta mót en voru að keyra erfið stökk. Þeir eru á leiðinni á Danska meistaramótið í lok þessa mánaðar og ætla að sýna frábært mót þar. Ungu stelpurnar okkar í kvennaliði 2 voru að undirbúa sig fyrir norðurlandamótið í Finnlandi um næstu helgi og sýndu að þær verða klárar í slaginn. Við erum spennt að fylgjast með þeim þar.
Veislan heldur áfram á morgun í höllinni en þá verður keppt í fjölþraut í áhaldafimleikum karla og kvenna bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Við hvetjum ykkur til að koma í höllina og hvetja okkar fólk. ÁFRAM GERPLA!!

 

You may also like...