fbpx

Nýtt fimleikahús fyrir Gerplu

nybygging

Það voru mikil gleðitíðindi fyrir Gerplufólk þegar samningur Gerplu við Kópavogsbæ um byggingu nýs fimleikahúss var samþykkt í bæjarstjórn þann 12.1.2016 síðastliðin. Húsið mun rísa við Vatnsendaskóla og vera samnýtt fyrir skólaíþróttir og fimleikastarf Gerplu.

Hér að neðan er að finna brot úr fundagerð bæjarstjórnar varðandi þetta málefni en annarsvegar var samþykktur samningur Gerplu og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á aðstöðunni og hinsvegar var samþykkur verksamningur við Baldur ehf vegna byggingar hússins.

Áætlað er að húsið verði tilbúið og tekið í notkun á vormánuðum 2018. En er það von stjórenda félagsins að bygging þessi muni leysa mikið af þeim plássvanda sem félagið er í varðandi æfingaraðstöðu fyrir iðkendur.

Íþróttafélagið Gerpla þakkar öllum þeim einstaklingum sem hjálpuðu til við að gera verkefnið að veruleika enda verkefnið umfangsmikið.

1501300 – Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.
 Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. desember, lögð fram drög að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla og lagt til að verksamningurinn verði samþykktur. Bæjarráð vísaði drögum að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir drög að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla með 10 atkvæðum.

Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.

1105065 – Samningar við Gerplu.
Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Gerplu um uppbyggingu á aðstöðu fyrir fimleikaæfingar í íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla að Funahvarfi 2 í Kópavogi. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Gerplu um uppbyggingu á aðstöðu fyrir fimleikaæfingar í íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla með 10 atkvæðum.

Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.

You may also like...