fbpx

Lið Gerplu bikarmeistari í 3.flokki kvenna

Bikarmót yngri flokka í hópfimleikum fór fram á Selfossi um síðustu helgi. Mótið var afar fjölmennt en keppt var í 5. flokkum og nokkrum deildum innan hvers flokks. Gerpla lið 1 sigraði 3.flokk A-deild með stæl og urðu bikarmeistarar 2018. Lið Gerplu 2 varð í 6.sæti í A-deildinni og keppir því í B-deild á Íslandsmótinu í vor. Lið Gerplu 3 í 3.flokki keppti í C-deild og nældu sér í 2.sæti og flytjast þá upp um deild fyrir Íslandsmótið. Glæsilegur árangur hjá 3.flokknum. Strákarnir í kky voru að keppa í annað skiptið á hópfimleikamóti á vegum FSÍ. Þeir stóðu sig vel og sýndu miklar framfarir frá haustinu og urðu í 3.sæti í sínum flokki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim vaxa og sjá þá aftur keppa í vor. Í 5.flokki stúlkna sem er yngsti aldursflokkurinn sem keppt er í á FSÍ móti var mjög fjölmennur og átti Gerpla tvö lið í keppninni. Lið Gerplu 1 varð í 4.sæti en lið Gerplu 2 varð í áttunda sæti. Bæði lið sýndu flottar æfingar enda ungar og efnilegar stelpur hér á ferð. Í fjórða flokki átti Gerpla hvorki fleiri né færri en fimm lið. Lið eitt til þrjú kepptu í A-deild og varð lið Gerplu 1 í 2.sæti, lið Gerplu 2 í sjötta sæti og lið Gerplu 3 í sjöunda sæti. Lið tvö og þrjú keppa því í B-deild á næsta móti. Lið Gerplu 4 keppti í B-deild og endaði í 6.sæti og lið Gerplu 5 keppti í C-deild og enduðu einnig í sjötta sæti. Ekkert lið frá Gerplu keppti í D-deild á þessu móti.

Næsta mót hjá þessum hópum er á Egilsstöðum í maí en núna hefst nýtt undirbúningstímabil fyrir það mót.

 

 

 

You may also like...