fbpx

Íslandsmót í þrepum – 1. -og 2. þrep

Íslandsmót í þrepum 1. hluti

Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum fyrsti hluti, keppt var í 1. -og 2. þrepi Fimleikastigans bæði hjá stúlkum og piltum. Mótið var haldið af Fimleikadeild Ármanns.

Til að ná inn á Íslandsmót í þrepum, hjá þeim sem keppa í þessum efstu þrepum, þurfa þau eingöngu að keppa í fjölþraut á mótum vetrarins. Gerpla átti 3 stúlkur í 2. þrepi og 5 stúlkur í 1. þrepi, 3 pilta í 1. þrepi og 10 pilta í 2. þrepi sem unnu sér þátttökurétt á mótinu. Til að teljast hafa náð þrepinu og færast þar af leiðandi upp um þrep eða í frjálsar æfingar, þurfa stúlkurnar að ná 48 stigum á mótum FSÍ.

Piltarnir í 2.þrepi þurfa að ná 72 stigum til að ná þrepinu og í 1. þrepi er ekki stigafjöldi sem ræður heldur aldur.

Skipt er upp í aldursflokka á mótinu og eignaðist Gerpla 3 Íslandsmeistara í aldursflokkum pilta megin.

Martin Bjarni Guðmundsson – 1. þrep pilta 13 ára og yngri

Bjarki Snær Smárason – 2. þrep pilta 15 ára og eldri

Hermann Hlynsson – 2. þrep pilta 14 ára og eldri

 

Bjarki Snær Smárason var síðan krýndur Íslandsmeistari í 2. þrepi pilta

 

Til hamingju keppendur og þjálfarar með árangurinn

Áfram Gerpla

öll úrslit er hægt að nálgast á heimasíðu Ármanns, http://armenningar.is/armenningar/?D10cID=ReadNews&ID=2187&sportID=2&CI=0&backto=sportoverview

You may also like...