fbpx

Fullorðinsfimleikar í Gerplu

Á haustönn býður Gerpla uppá nýjung sem heitir einu nafni Fullorðinsfimleikar. Undir þeim eru í boði fjögur námskeið sem eru GGG, Kempur, Parkour og morgunþrek. Alls eru 11 æfingar í boði á einni viku og getur fólk valið eitt námskeið eða blandað þeim saman að vild. Hægt er að kaupa önnina fram til áramóta eða kaupa klippikort 10 skipta eða 30 skipta sem duga þá út maí 2019. Tímarnir fara ýmist fram í Versölum eða í nýja húsinu að Vatnsenda. Skráning og kortakaup fara fram á gerpla.felog.is.  Hlökkum til að sjá þig!

You may also like...