fbpx

Íslandsleikar í Special Olympics

Um helgina fóru fram Íslandsleikar í Special Olympics og þar átti Gerpla, 15 þátttakendur.

Elva og Magnús

Grunnhópur yngri voru að taka þátt á sínu fyrsta móti og stóðu sig ótrúlega vel. Grunnhópur eldri stóðu sig jafnframt glæsilega að venju. Við hlökkum til að fylgjast með þeim dafna enn frekar í íþróttinni. Íslandsmeistarar urðu þau Elva Björg Gunnarsdóttir og Magnús Orri Arnarsson.

Við erum gífurlega stolt af okkar iðkendum sem voru til fyrirmyndar á mótinu og sýndu sannarlega hvað í þeim býr. Þau hrifu alla stúkuna með sér í gleðina og metnaðinn sem skein af keppendunum.

Myndir af mótinu

You may also like...