fbpx

Glæsilegur árangur á EM í áhaldafimleikum!

Evrópumótið í áhaldafimleikum stóð yfir í Munchen í Þýskalandi. Kvennalandslið Íslands keppti 11. ágúst og áttu þær glæsilegt mót. Fimm stúlkur mynda landsliðið og eigum við í Gerplu þrjá glæsilegar fyrirmyndir í þeim hópi, þær Agnesi Suto, Hildi Maju Guðmundsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Karlaliðið keppti 18. ágúst en þeir voru í fyrsta keppnisholli á mótinu af þremur. Fimm drengir mynda landslið Íslands og eigum við í Gerplu fjóra snillinga í þeim hópi, þá Valgarð Reinhardsson, Jónas Inga Þórisson, Atla Snæ Valgeirsson og Martin Bjarna Guðmundsson.

Umgjörð mótsins var stórkostleg og fór mótið fram í Ólympíuhöllinni í Munchen þar sem sumarólympíuleikarnir árið 1972 fóru fram. Gerplustúlkur náðu glæsilegum árangri á mótinu, Thelma varð stigahæst þeirra með 47.432 stig og 42. Sæti af 85 keppendum, Hildur Maja fór í gegnum mótið án falls og fékk 44.398 stig og 63. Sæti. Agnes átti því miður ekki sinn besta dag en þessi frábæra fyrirmynd nýtti reynsluna frá glæstum ferli og getur svo sannarlega borið höfuðið hátt.

Valgarð varð stigahæstur af íslensku strákunum með 77.098 stig sem skilaði honum 42 sæti af 74 keppendum, Jónas Ingi varð annar af íslensku strákunum í fjölþraut með 72.865 stig og Martin átti frábær fimm áhöld af sex, sem skilaði honum heildareinkunn 69,098 stigum. Atli keppti á fjórum áhöldum og skiptu hann og Jón Sigurður með sér áhöldum þar sem einungis 4 keppendur mega fara upp á áhaldið frá hverju liði. Atli Snær stóð sig mjög vel í frumraun sinni á Evrópumóti í áhaldafimleikum.

Thelma, Hildur Maja, Jónas og Valgarð náðu lágmörkum inn á heimsmeistaramótið í Liverpool sem fram fer dagana 29. október til 6. nóvember. Verður gaman að fylgjast með þeirra undirbúningi fyrir mótið á næstu vikum.

Innilegar hamingjuóskir með frábært mót keppendur, þjálfarar og foreldrar!

You may also like...