fbpx

GK Meistaramótið í áhaldafimleikum

GK meistaramót fór fram á laugardaginn 30. apríl í Ármannsheimilinu. Þetta var fyrsta mótið þar sem keppt er eftir nýjum alþjóðlegum reglum. Keppt var í þrem flokkum hjá báðum kynjum. Stúlkna -og drengjaflokki, Unglingaflokki karla og kvenna og Fulloðrinsflokki karla -og kvenna.

Mótið fór vel fram og var gaman að sjá gleðina hjá keppendurm að komast loksins út á keppnisgólfið eftir langt undirbúningstímabil. Gerpla eignaðist nokkra GK meistara um helgina og verðlaunahafa á einstökum áhöldum.

GK meistarar í fjölþraut
Stúlknaflokkur: Rakel Sara Pétursdóttir
Unglingaflokkur kvk: Kristjana Ósk Ólafsdóttir
Fullorðinsflokkur kk: Valgarð Reinhardsson

Rakel Sara, Krisjana Ósk og Valgarð

Verðlaunahafar á einstökum áhöldum og fjölþraut
Stúlknaflokkur:
Bára Björk Jóelsdóttir 1. sæti á stökki og gólfi
Rakel Sara Pétursdóttir 1. sæti á tvíslá og slá

Drengjaflokkur:
Botond Ferenc Kováts 1. sæti á gólfi
Kári Pálmason 1. sæti á hringjum,

Unglingaflokkur kvk:
Kristjana Ósk Ólafsdóttir 3. sæti á stökki, 1. sæti á tvíslá, 2. sæti á gólfi

Fullorðinsflokkur kvk:.
Hildur Maja Guðmundsdóttir 1. sæti á stökki, 3. sæti tvíslá, 2. sæti slá, 2. sæti á gólfi og 2. sæti í fjölþraut
Agnes Suto 2. sæti á stökki, 3. sæti slá, 1. sæti á gólfi og 3. sæti í fjölþraut.
Thelma Aðalsteinsdóttir 2. sæti tvíslá

Fullorðinsflokkur KK:
Valgarð Reinhardsson 1. sæti á gólfi, 2. sæti á bogahesti, 1. sæti í hringjum
Dagur Kári Ólafsson 1. sæti á bogahesti, 3. sæti í hringjum, 3. sæti á tvíslá, 1. sæti á svifrá og 2. sæti í Fjölþraut
Atli Snær Valgeirsson 1. sæti á tvíslá og 3. sæti í fjölþraut,
Valdimar Matthíasson 1. sæti á stökki,
Arnþór Daði Jónasson, 3. sæti á bogahesti
Ágúst Ingi Davíðsson 3. sæti á tvíslá,

Til hamingju keppendur og þjálfarar með gott mót, núna er keppnistímabilið hafið og gangi ykkur vel í undirbúningnum fyrir bikarmótið sem fer fram eftir 4 vikur. Áfram Gerpla!

You may also like...