fbpx

Frábær árangur á Bikarmóti FSÍ um helgina

Gerpla með tvöfaldan sigur í frjálsum æfingum ásamt því að fara heim með alla titla í karlakeppninni!

Um helgina fór fram bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum í umsjón Fjölnis. Gerpla sendi fjögur lið til leiks í frjálsum æfingum karla og kvenna, en 7 lið í þrepum. Gerplukeppendur mættu einbeittir til leiks og uppskáru heldur betur eftir þrotlausar æfingar síðustu mánuði.

Gerpla 1 í karlaflokki urðu bikarmeistarar með yfirburðum en Gerpla 2 varð í 3. sæti. Kvennalið Gerplu 1 sigraði kvennakeppnina með yfirburðum með glæsilegum æfingum sínum. Gerpla 2 endaði svo í 4. sæti.

Gerpla 1 karla skipaði, Martin Bjarni Guðmundsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Atli Snær Valgeirsson, Valdimar Matthíasson og Sigurður Ari Stefánsson

Gerpla 2 karla skipaði, Arnþór Daði Jónasson, Botond Ferenc Kováts, Kári Pálmason, Ragnar Örn Ingimarsson og Snorri Rafn William Davíðsson, Atli Elvarsson og varamaður/gestur Andri Fannar Hreggviðsson.

Gerpla 1 kvenna, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Kristjana Ósk Ólsfsdóttir og Rakel Sara Pétursdóttir og varamaður/gestur Agnes Suto.

Gerpla 2 kvenna, Berglind Edda Birkisdóttir, Hekla Hákonardóttir, Ísabella Maack Róbertsdóttir, Elfa María Reynisdóttir og Margrét Dóra Ragnarsdóttir.

Frjálsar æfingar karla og kvenna

Í 3. þrepi átti Gerpla þrjú lið í kvennakeppninni og eitt í karlakeppninni. Gerpla sigraði karlakeppnina. Í kvennakeppninni varð Gerpla 1 í öðru sæti og lið Gerplu 2 sigraði B keppnina og Gerpla 3 varð í 4. sæti.

Í Gerplu 1 voru það, Anna María Tryggvadóttir, Berglind Sara Erlingsdóttir, Bylgja Yr Þórarinsdóttir, Ísabella Benonýsdóttir, Laufey Björk Vignisdóttir og Jóhanna Bryndís Andradóttir.

Lið Gerplu 2 í B keppni, Berglind Björk Atladóttir, Eyja Kristín Þráinsdóttir, Ingibjörg Lea Pledel Eymarsdóttir, Ingunn Lilja Gautadóttir, Klara Hlín Þórsdóttir og Tanja Mist Þorgeirsdóttir

Lið Gerplu 3, Áróra Sif Rúnarsdóttir, Amalía Ívarsdóttir, Karen Van de Putte, Mía Silness, Máney Rán Hilmarsdóttir og Sandra Ósk Halldórsdóttir. 

Lið Gerplu 1 karla voru það Ísak Þór Ívarsson, Tadas Eidukonis, Hrannar Már Másson, Valdimar Björgvin og Kári Arnarson.

Gerpla átti eitt lið í 2. þrepi kvenna og eitt í karlakeppninni. Drengirnir gerðu sér litið fyrir og urðu bikarmeistarar og kvennaliðið lenti í 2. sæti. 

Kvennaliði skipaði Rakel Ásta Egilsdóttir, Hanna Ísabella Gísladóttir, Emilía Rós Elíasdóttir, Alma Rún Oddsdóttir og Elín Lára Jónsdóttir. 

Karlaliðið skipaði Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eysteinn Daði Hjaltason, Arnór Snær Hauksson, Zsombor Ferenc Kováts og Bjarni Hafþór Jóhannsson.  

Gerpla átti eitt lið í 1. þrepi karla og urðu þeir bikarmeistarar. Liðið skipaði Tómas Andri Þorgeirsson, Kári Hjaltason og Ármann Andrason. 

Því miður vegna veikinda og meiðsla áttum við ekki lið í 1. þrepi kvenna en við áttum glæsilegan fulltrúa sem mætti til leiks sem gestur. Sólný Inga Hilmarsdóttir keppti í 1. þrepi í fjölþraut og átti glæsilegt mót. Hún varð í 6. sæti í fjölþraut. 

Við erum virkilega stolt af öllum okkar keppendum og þjálfurum sem eru að skila virkilega flottri vinnu – næst á dagskrá Iceland Classic um næstu helgi og svo Íslandsmót fyrir þá sem hafa náð lágmörkum eftir 3 vikur ❤️🖤 Áfram Gerpla!

Fleiri myndir frá mótinu: https://gerpla.smugmug.com/2024/Bikarmt–haldafimleikum

You may also like...