fbpx

Gerpla 3.flokkur deildarmeistari og íslandsmeistari í hópfimleikum

Gerplukrakkar gerðu góða ferð á Akureyri um síðustu helgi en þar var keppt á íslandsmóti yngri flokka í hópfimleikum. Gerpla sendi níu lið til keppni og uppskáru vel eftir veturinn. Þriðji flokkur Gerplu lið 1 gerði sér lítið fyrir og sigraði 3.flokks keppnina og vann þar með alla titla sem í boði voru í vetur eða bikar-, deildar- og íslandsmeistaratitil. Mörg lið voru í verðlaunasætum og hefur árangur Gerplu í yngri flokkum ekki verið svona góður í mörg ár. Má þar þakka frábærum þjálfurum sem hafa haldið einstaklega vel utan um liðin í vetur. Á þessum link má sjá frekari úrslit: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/407

Hér má sjá myndir af þátttökuliðum Gerplu á Akureyri 2017.

You may also like...