fbpx

Garpamót Haustannar 2022

Garpamót Gerplu fór fram helgina 25.-26. nóvember. Mótið er vettvangur fyrir iðkendur okkar í grunn- og framhaldshópum að koma fram og stíga sín fyrstu skref í að koma fram með keppnisæfingar, sýna foreldrum/forráðamönnum hvað þau eru búin að vera að æfa á fimleikaæfingum og láta ljós sitt skýna. Að loknu móti fá iðkendur verðlaunapening og viðurkenningaskjal fyrir sína frammistöðu.

Garpamótið heppnaðist vel og óskum við iðkendum og þjálfurum til hamingju með flott mót. Einnig þökkum við öllum áhorfendum fyrir komuna í Versali!

You may also like...