fbpx

Aðventumót Ármanns í hópfimleikum

Um síðustu helgi fór fram Aðventumót Ármanns í hópfimleikum, þar sem Gerpla sendi keppendur í 5. flokki og kky. Þetta mót er haldið árlega fyrir yngri iðkendur til að taka sín fyrstu skref í keppni. Við erum ótrúlega stolt af öllum okkar iðkendum sem sýndu frábæra takta um helgina, margir að keppa á sínu fyrsta móti og áttu jákvæða upplifun og eru allir spenntir að taka þátt á fleiri mótum í vetur.

Við þökkum Ármanni fyrir ótrúlega skemmtilegt mót, foreldrum fyrir stuðninginn í stúkunni og óskum keppendum og þjálfurum til hamingju með glæsilegt mót.

You may also like...