fbpx

Vormót í hópfimleikum

Um helgina fór fram vormót B og C deild hjá Fimleikasambandinu.
Gerpluliðin áttu mjóg góðan dag og skein gleðin úr hverju andliti.

4. flokkur endaði í 7. sæti, 5. flokkur bætti sig einnig frá seinasta móti og varð í 5. sæti.
Stúlkurnar skemmtu sér vel og sýndu glæsilegar fimleikaæfingar. Þetta var annað og síðasta mót vetrarins hjá þeim liðum og bæði lið bættu sig frá síðasta móti.

3.fl 2 gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 1.sæti. 3.fl 3 stóð sig einni mjög vel og hafnaði í 5.sæti.

Flottur árangur, til hamingju!
Áfram Gerpla!

You may also like...