fbpx

Uppskeruhátíð Gerplu

Uppskeruhátið Gerplu var haldin hátíðleg laugardaginn 13. janúar í veislusal félagsins. Mikill og góður árangur náðist á árinu sem leið og voru iðkendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar heiðraðir.

Afreksbikar í áhaldafimleikum karla var Valgarð Reinhardsson enda eitt besta ár Valgarðs að baki. Hann landaði þrem Íslandsmeistaratitlum, vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norður-Evrópumóti. Hann átti mjög gott Evrópumót og vann sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen svo eitthvað sé nefnt. Hvatningabikarinn kom í hlut Dags Kára Ólafssonar Hann lenti svo í 3. sæti á tvíslá á Norður Evrópumótinu í Svíþjóð. Dagur Kári hefur verið óheppin með meiðsli á síðasta ári en við erum spennt að fylgjast með hvað hann gerir á nýju fimleikaári. Hann er enn ungur og á nóg inni og er okkar yngri iðkendum góð fyrirmynd og hvatning

Afreksbikar í áhaldafimleikum kvenna hlaut Thelma Aðalsteinsdóttir. Thelma átti sitt besta fimleikaár á sínum ferli og standa Norður-Evrópumeistaratitill á tvíslá og Íslandsmeistaratitill í fjölþraut uppúr. En einnig vann hún sér inn þátttökurétt á HM í Antwerpen eftir að hafa sýnt frábærar æfingar á Evrópumóti. Hvatningabikarinn hlaut Hildur Maja Guðmundsdóttir en hún átti mjög gott ár og sýnir mikinn metnað í sínum æfingum. Hún er á mikilli siglingu og er að bæta við sig erfiðleika á öllum áhöldum. Hún náði einum Íslandsmeistaratitli á árinu, komst í úrslit á gólfi á Norður-Evrópumótinu og var hársbreidd frá verðlaunasæti.

Í hópfimleikadeild fékk Meistaraflokkur kvenna afreksbikarinn. Meistaraflokkur kvenna vann langþráðan sigur á bikarmóti FSÍ þar sem þær skinu skært og áttu hreint frábært mót. Þær voru einnig stórglæsilegar á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið var í nóvember þar sem þær höfnuðu í 5. sæti efst íslensku liðanna. Virkilega flottur hópur sem er vel að þessu kominn. 3. flokkur fékk hvatningabikarinn 3.fl átti frábært ár og voru til fyrirmyndar hvert sem þær fór, Þær unnu öll mót sem þær fór á á árinu en það er þó ekki aðalaárangurinn þeirra því liðsheild og góður andi sem hefur einkennt þennan stóra og flotta hóp, Við hlökkum mikið til að sjá þær halda áfram á leið sinni upp fimleikabrekkuna sem framundan er. Þessi stóri og flotti hópur á sannarlega framtíðina fyrir sér. 

Þjálfarar ársins í hópfimleikum er Linda Björk Arnarsdóttir Hún Linda Björk hefur tekið stóran þátt í uppbyggingu hópfimleika drengja og þjálfun yngri flokka í Gerplu, hún hefur verið að sjá um dansinn hjá drengja liðunum okkar og eru þeir á þvílikri uppleið. Ásamt því að þjálfa 3.flokk sem er framúrskarandi í sínum flokki. Linda Björk er alltaf tilbúin að stökkva til og hjálpa, hvort sem það er í afleysingum, skipulagi eða öðrum verkefnum. Hún sýnir mikinn metnað, er mjög skipulögð og sér vel um sína hópa.  

Þjálfarar ársins í áhaldafimleikum voru þau Andrea Kováts-Fellner og Axel Ólafur Þórhannesson

Andrea Kováts-Fellner hún hefur sýnt það og sannað að hún er ein af okkar allra bestu fimleikaþjálfurum á Íslandi. Hún er ljúf en samt ákveðin og nær hún því allra besta fram í sínum nemendum,  lætur líðan iðkenda sinna skipta máli og nær virkilega vel til þeirra með sinni frábæru leiðsögn og góðri nærveru enda með mikla reynslu sjálf sem iðkandi og svo þjálfari.

Axel Ólafur Þórhannesson er þeim eiginleikum gæddur að eiga auðvelt með að hvetja iðkendur sína áfram og gefa þeim trú á eigin getu. Axel er alltaf jákvæður, er góður í samskiptum og hefur óbilandi trú á sínum iðkendum. Hann býr yfir mikilli þekkingu á fimleikum og þá sérstaklega áhaldafimleikum karla en hann hefur sökkt sér ofan í hvert smáatriði með það að markmiði að verða betri þjálfari.

Þjálfari ársins í grunn- og framhaldsdeild var Nima Mazidi. Hann er duglegur og skipulagður þjálfari og kemur fram við iðkendur sína með hlýju og er góður við þá. Hann er góður í samskiptum við foreldra og er tilbúin að gera allt fyrir sína iðkendur. Hann er jafnframt metnaðarfullur, með góðan aga á sínum hópum og sýnir iðkendum sínum virðingu, áhuga og langar að þau nái árangri í sínum fimleikum. Við hjá Gerplu erum heppin að hafa Nima hjá okkur sem þjálfara.

Þjálfari ársins í almennri deild er Gylfi Guðnason. Gylfi hefur starfað sem yfirþjálfari Bangsahópa til margra ára. Þar stýrir hann fimleikaæfingum barna frá 18 mánaða aldri til 2,5 ára gömlum. Hann stýrir Bangsaæfingum, af ómældri ástríðu og kærleika. Fyrr á árinu fór hann í stutt veikindaleyfi og var hans sárt saknað af iðkendum, forraðamönnum og okkur hér í Gerplu. Okkur til mikillar hamingju snéri hann aftur í haust við mikinn fögnum foreldra og barna. Við erum gríðarlega stolt af því að eiga hann sem þjálfara. 

Garpur Gerplu var Guðbjörg Marta Björgvinsdóttir Hún er okkur starfsmönnum í Gerplu svo mikilvæg, alltaf brosmild og létt í lund. Það er hægt að leita til Mörtu og hún er alltaf til í að aðstoða þegar maður þarf á henni að halda. Hún er einstaklega hlý og umhyggjusöm gagnvart iðkendum Gerplu og hugsar einstaklega vel um yngstu iðkendur okkur sem koma ein á fimleikaæfingar og þurfa á aðstoða að halda í klefunum og í hinum ýmsu verkefnum. Það má eiginlega segja að hún hugsar um þau eins og þau séu hennar eigin ömmu börn. Hún er hrókur alls fagnaðar og öllum líður vel í kringum hana. Eins ber að nefna að hún er fremst í flokki þegar mikið liggur við og fer oft langt út fyrir sitt starfssvið. Hún hefur meira að segja hlaupið í skarðið fyrir þjálfara og farist það einkar vel úr hendi. Við hjá Gerplu duttum heldur betur í lukkupottinn þegar við fengum hana til starfa. 

Sjálfboðaliði ársins var valinn Hreggviður Símonarson Hreggviður er mjög ósérhlífinn þegar kemur að því að leggja sitt af mörkum og skiptir þá engu hvaða hlutverk eru í boði. Hann er sá sem gengur í öll störfin og innir þau af hendi af festu og dugnaði. Hreggviður hefur verið fyrstur til að mæta og verið síðastur heim þegar mikið liggur við og má þar nefna undirbúning og vinnu á Norðurlandamóti og ekki má gleyma Kópavogsblótinu þar sem hann er eins og jarðýta. Við erum afar þakklát fyrir að hafa hann Hreggvið í okkar liði.

Gerpla veitti síðan öllum þeim sem fóru í alþjóðleg verkefni á árinu gjöf og mynd, og þökkum við Bpro og Omnom kærlega fyrir glæsilegar viðurkenningar handa okkar iðkendum. Áhaldafimleikar: Agnes Suto, Ágúst Ingi Davíðsson, Arnþór Daði Jónasson, Atli Snær Valgeirsson, Dagur Kári Ólafsson, Daníel Theodór Glastonbury, Hildur Maja Guðmunsdóttir, Jónas Ingi Þórisson, Kári Pálmason, Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Martin Bjarni Guðmundsson, Sigurður Ari Stefánsson, Thelma Aðalsteinsdóttir, Valgarð Reinhardsson. Hópfimleikar: Agnes Suto, Andrea Hansen, Bryndís Guðnadóttir, Dagný Lind Hreggviðsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Edda Sigurðardóttir, Guðrún Anna Ingvarsdóttir, Helga Sonja Matthíasdóttir, Hrafnhildur Tinna Brynjólfsdóttir, Ísabella Ósk Jónsdóttir, Julie Woldseth, Klara Margrét Ívarsdóttir, Linda Björk Arnarsdóttir, Sigríður Embla Jóhannsdóttir, Telma Rut Hilmarsdóttir

Special Olympics

Þau Davíð Þór Torfason, Elva Björg Gunnarsdóttir og Tómas Örn Rúnarsson kepptu fyrir hönd Íslands, í áhaldafimleikum á Special Olympics sumarið 2023. Landsliðsþjálfarar voru þær Eva Hrund Gunnarsdóttir og Lilja Árnadóttir og öll koma þau frá Gerplu. Þau voru Gerplu til sóma á leikunum og þar skein af þeim metnaður og ánægja á meðan á leikunum stóð. Á Special Ol unnu þau til margra verðlauna. Davíð Þór vann silfur í fjölþraut, gull fyrir æfingar á svifrá og silfur á gólfi, bogahesti, hringjum og stökki. Elva fékk silfurverðlaun á stökki og á slá og bronsverðlaun á tvíslá. Tómas keppti í erfiðasta þrepinu á móti og þar lenti hann í þriðja sæti á bogahesti, stökki og svifrá og var í fjórða sæti í fjölþraut. Við erum gífurlega stolt af þessum iðkendum og þjálfurum fyrir árangurinn á mótinu. Þau eru glæsilegar fyrirmyndir yngri iðkanda í Gerplu sem og á Íslandi. Við viljum því heiðra þau sérstaklega hér í dag og biðjum þau að koma hér upp og taka við viðurkenningu. 

Agnes Suto – Sérstök viðurkenning fyrir eftirtektarverða frammistöðu á liðnu ári  

Agi eins og við öll þekkjum hana ruddi brautina fyrir komandi kynslóðir og sýndi og sannaði að hún er ein mikil ofurkona. Agi gerði sér lítið fyrir og keppti á flestum áhaldamótum sem og hópfimleikamótum á tímabilinu. Hún náði þeim einstaka árangri að verða bikarmeistari bæði með liðinu sínu í meistaraflokki Gerplu í hópfimleikum og áhaldafimleikum og er það í fyrsta sinn í sögunni sem sá árangur næst. Hún lét ekki þar við sitja heldur keppti með landsliðinu í áhaldafimleikum á Evrópumótinu vorið 2023 og keppti svo með mfl liði Gerplu í hópfimleikum á Norðurlandamóti félagsliða í nóvember síðastliðnum. Agi sýndi bæði frábæra fimleika og góðan árangur og erum við afar stolt af henni. Hún er okkar yngri iðkendum sem og öllum yngri fimleikaiðkendum mikil hvatning og viljum við hér með óska henni til hamingju og veita henni smá viðurkenningu fyrir hennar þrekvirki. 

You may also like...