fbpx

Tvöfaldir bikarmeistarar í hópfimleikum

1.flokkur Gerplu tvöfaldir bikarmeistarar í hópfimleikum!

Um liðna helgi var Bikarmótið í hópfimleikum haldið í Dalhúsum í Grafarvogi. Lið Gerplu í 1. flokki blandaðra liða öttu harða keppni við lið Hattar frá Egilsstöðum og lið Keflavíkur. Í húfi var bikarmeistaratitill og farseðill á Norðurlandamót unglinga sem haldið verður í Danmörku í apríl. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og varð lið Gerplu hársbreidd á undan liði Hattar og sigruðu með aðeins 0,1 stigi.

Lið Gerplustúlkna í 1. flokki kepptu einnig uppá bikarmeistaratitil og farseðil á Norðurlandamót. Keppnin í kvennaflokki varð aldrei spennandi en þær sigruðu með miklum yfirburðum og unnu verðskuldað.

Í meistaraflokki sendi Gerpla eitt lið til keppni og var keppnin sem fyrr á milli Gerplu og Stjörnunnar en fyrirfram var Selfoss einnig mætt til að veita harða keppni. Lið Gerplu endaði í 2. sæti á eftir liði Stjörnunnar og Selfoss í 3. sæti. Stelpurnar komu vel samstilltar til leiks og er mikill stígandi í liðinu frá síðasta móti. Liði hefur misst lykilkonur í meiðsli en þær vonast til að geta teflt fram sínu sterkasta liði á Íslandsmótinu í apríl.

Lið stúlknanna í 2. flokki sýndu frábærar æfingar í annars mjög harðri keppni. Það er stígandi í liðinu og mikil gleði og samkennd einkennir hópinn. Þær enduðu í 4.sæti en mjótt var á munum á milli liðanna. Þeirra næsta mót verður Íslandsmót og verður spennandi að fylgjast með þeim þar.

You may also like...