fbpx

Þrepamót í 1.-3. þrepi

Þrepamót í 1.-3. þrepi fór fram í íþróttahúsi Bjarkanna 26. og 27. febrúar. Gerpla sendi þátttakendur til leiks í öllum þrepum kvenna og karla nema 1. þrepi kvenna.

Snorri Rafn William Davíðsson keppti í 1. þrepi og hafnaði í 2. sæti í samanlögðum stigum.

Í 2. þrepi sex drengir frá Gerplu mættir til keppni og voru þeir duglegir að skipta á milli sín verðlaunum á einstökum áhöldum. Í samanlögðum stigum var Botond Ferenc Kovats hlutskarpastur hársbreidd frá því að ná þrepinu og þar á eftir varð Baltasar Guðmundur Baldursson í 2.sæti og hann Ólafur Grétar Vilhelmsson í því þriðja. Þeir Breki Freyr Ágústsson og Benjamín Fanndal Sturluson nældu sér í verðlaun á einstökum áhöldum. Vel gert hjá 2. þreps piltum!

Í 3. þrepi 13 ára og yngri varð Kári Hjaltason hlutskarpastur og endaði í 2.sæti í fjölþraut og Tómas Andri Þorgeirsson vann til verðlauna á tvíslá. Í 3. þrepi 14 ára og eldri kepptu þeir Bjartur Einarsson og Friðrik Sigurðsson fyrir Gerplu og stóðu sig vel. Flott hjá drengjunum í 3. þrepi!

Í 2. þrepi kvenna, 13 ára og eldri, var það Elín Þóra Jóhannesdóttir sem vann til silfurverðlauna á gólfi og Anja Erla Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á slá. Í 2. þrepi 12 ára og yngri voru það Ísabella Róbertsdóttir og Sólný Inga Hilmarsdóttir sem náðu þrepinu. Ísabella varð í 2.sæti í fjölþraut og Sólný Inga í því þriðja. Allar stúlkurnar frá Gerplu í þessum flokki voru að reyna við þrepið í fyrsta skipti og stóðu þær sig mjög vel.

Í 3.þrepi 13 ára og eldri vann Emilía Rós Elíasdótir æfingar á gólfi og Sandra Kristín Tandradóttir varð í 2.sæti á æfingum á slá. Í 3. þrepi 11 ára og yngri var það Matthildur Brynja Unnarsdóttir sem varð hlutskörpust og sigraði æfingar á slá. Í 3. þrepi 12 ára var það Elín Lára Jónsdóttir sem varð hlutskörpust endaði í 2. sæti samanlagt og náði þrepinu og vann til gullverðlauna á gólfi og tvíslá. Rakel Ásta Egilsdóttir átti einnig mjög gott mót og náði þrepinu.

Frábær árangur hjá stelpunum og strákunum í áhaldadeildinni og óskum þið þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju!

You may also like...