fbpx

Þjálfarar ársins 2018-2019

Viktor Kristmannsson

Þjálfari ársins í áhaldafimleikadeild karla er Viktor Kristmannsson. Viktor er fyrrum landsliðsmaður og tólffaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Viktor hefur stýrt meistaraflokki Gerplu undanfarin misseri og í ár vann Gerpla alla stóru titlana sem í boði voru í áhaldafimleikum karla og spilar Viktor stórt hlutverk í þeim merkilega áfanga.

Stefán Steinar Ólafsson

Þjálfari ársins í almennri deild er Stefán Steinar Ólafsson. Stefán hefur ásamt fleirum unnið ötullega að uppbyggingu parkour hópa í Gerplu. Hann er samviskusamur, stundvís og duglegur. Hann hefur mikinn metnað fyrir íþróttinni og er alltaf til í að aðstoða þegar forföll verða í félaginu, sama hvers kyns hóp um ræðir.

Björk Guðmundsdóttir

Þjálfari ársins í hópfimleikadeild er Björk Guðmundsdóttir. Björk byrjaði að þjálfa hjá okkur aftur eftir hlé fyrir 3 árum síðan. Á þessum tíma hafa liðin hennar sem hún hefur þjálfað í hópfimleikadeild unnið nánast öll mót í dansi og verið með hæstu erfiðleikaeinkunn. Björk er ákveðin, með stórt og mikið Gerpluhjarta og með skýra sýn á hvernig hlutirnir eiga að vera.

Magnús Óli Sigurðsson

Þjálfari ársins í grunn- og framhaldsdeild er Magnús Óli Sigurðsson. Magnús hefur í nokkur ár verið gríðarlega virkur í þjálfun pilta í grunn- og framhaldsdeild. Hann hefur náð flottum árangri með sína hópa. Hann heldur góðum aga en sýnir jafnfram piltunum virðingu og umhyggju.

Innilega til hamingju öll sömul, þið eruð svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin!

Myndir eftir Patrik Hellberg

You may also like...