fbpx

Sumarnámskeiðið Fimleika- og íþróttafjör á tvem stöðum í sumar

Breytingar hafa verið gerðar á sumarnámskeiðinu Fimleika- og íþróttafjör.

Nú verða námskeið í báðum húsum Gerplu, Versölum og Vatnsenda. Einnig höfum við fjölgað námskeiðum og bjóðum því upp á námskeið allar vikur í sumar.

Skráning á námskeiðin hefst 1.maí og fer eingöngu fram inni á gerpla.felog.is. Þar er hægt að velja námskeið eftir staðsetningunni Versalir og Vatnsendi.

Athugið að fjöldi barna á hverju  námskeiði verður takmarkaður og ef lágmarksfjöldi næst ekki á námskeið gætum við þurft að sameina námskeiðin á einn stað.

 

 

You may also like...