fbpx

Sumarnámskeið Gerplu 2019

Gerpla mun bjóða uppá sín hefðbundnu sumarnámskeið Fimleika- og íþróttafjör í sumar en alls verða níu námskeið í Versölum og fimm námskeið í Vatnsenda. Námskeiðin eru heilsdags og ætluð börnum fæddum 2013-2009. Námskeiðin eru fimleikamiðuð en farið verður í aðrar íþróttir, útivist og sund svo eitthvað sé nefnt. Börnin taka með sér nesti á námskeiðið. Takmarkaður fjöldi barna á hvert námskeið en skráning hefst 1.maí.

Einnig verða parkour sumarnámskeið í boði fyrir börn fædd 2013-2007 og verður þeim skipt upp eftir aldri fyrir og eftir hádegi. Námskeiðin verða þrjár klukkustundir í senn parkourmiðuð en jafnframt verður brugðið á leik. Börnin taka með sér nesti á námskeiðið. Sjá nánari útfærslu hér fyrir neðan en skráning hefst 1.maí og eru einungis 12 pláss í boði á hvert námskeið og verður kennt í Vatnsenda.

Skráning á leikjanámskeið og parkournámskeið hér

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér

You may also like...