fbpx

Skemmtileg samvera með verðlaunahöfum frá Evrópumótinu í hópfimleikum

em2_mottaka

Þriðjudaginn 18.október fór fram skemmtileg samvera til heiðurs keppendum og þjálfurum Gerplu á Evrópumótinu sem fram fór í Slóveníu í síðustu viku.  Keppendur og þjálfarar gerðu frábært mót og komu öll lið með verðlaun heim.  Stúlknaliðið gerði sér lítið fyrir og endurheimti evrópmumeistaratitilinn í stúlknaflokki. Stórglæsilegur árangur! Gerpla afhenti keppendum og þjálfurum blóm og formaður Gerplu Harpa Þorláksdóttir og bæjastjóri Kópavogs Ármann Kr. Ólafsson töluðu til þeirra og hvöttu þau áfram til frekari afreka.  Að lokinni myndatöku var svo öllum boðið fram í osta- og kökuveislu.  Gerpla er afar stolt af sínum þátttakendum á mótinu og gleðst yfir árangri Íslands.

em1_mottaka

You may also like...