fbpx

Reykjavíkurleikarnir í Laugardalshöll um helgina

Reykjavíkurleikarnir standa nú yfir og verður keppt í áhaldafimleikum laugardaginn 4.febrúar. Mótið er alþjóððlegt og verða keppendur frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Hollandi, Spáni, Danmörku, Úkraínu og Íslandi.  Athyglin mun án efa verða á Eyþóru Þórsdóttur sem keppir undir merkjum Hollands og náði þeim glæsilega árangri að enda í 9.sæti í úrslitum í fjölþraut á Ólympíuleikunum 2016 og þar að auki varð liðið hennar í 7.sæti í liðakeppninni.  Karlamegin verður það Oleg Vereniaiev sem verður í eldlínunni en hann varð í 2.sæti í fjölþraut á ólympíuleikunum síðasta sumar og varð ólympíumeistari á tvíslá. Þetta er viðburður sem enginn fimleikaaðdáandi ætti að láta framhjá sér fara og hlökkum við til að sjá höllina þétt setna á laugardaginn. Gerpla á að sjálfsögðu keppendur á mótinu fimm stelpur og fimm stráka.  Mótið hefst stundvíslega klukkan 15:10 og eru áætluð mótslok um klukkan 18:00.

You may also like...