fbpx

Ráðstafanir vegna Justin Bieber í Kórnum í kvöld

Ágætu foreldrar og forráðamenn,

Eins og flestir vita þá er Justin Bieber kominn til landsins til að halda tónleika og fara þeir fram í Kórnum í kvöld föstudaginn 9.sept.  Frá klukkan 16:00 lokar leiðin að Versölum.  Við höfum haft samband við Senu og fá foreldrar, iðkendur og starfsmenn Gerplu sem ferðast á einkabílum að beygja hjá hringtorginu neðst í Lindahverfi.

Keyra þarf Hlíðardalsveg í gegnum Lindahverfið og beygja inn Hvammsveg keyra hann til enda og beygja svo til hægri niður Salaveg til að komast að Gerplu og þið megið keyra svo frá Gerplu niður Fífuhvammsveg út úr hverfinu.

Foreldrar iðkenda í Gerplu þurfa aðeins að bera upp erindi sitt þegar gæsluliðar stöðva þau en ákveðnar götur eru lokaðar fyrir alla nema strætó, sjúkra-, lögreglu, og slökkviliðsbíla og er Fífuhvammsvegur lokaður til Gerplu en hægt er að keyra hann frá Gerplu og út úr hverfinu.

Hér kemur leiðin merkt með svörtu, nema þið fylgjið ekki örvunum alla leið.

hjaleid

Á þessari síðu má sjá allar upplýsingar um lokanir í tengslum við tónleikana.  http://www.sena.is/um-senu/frettir-og-tilkynningar/vidburdir/adgengi

You may also like...