fbpx

Ragnar nýr fjármálastjóri

Ragnar Magnús Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri Gerplu. Hann tekur við af Hildi Gottskálksdóttur sem heldur á ný mið að eigin ósk eftir sjö ár í Gerplu. Ragnar er kunnugur öllum krókum og kimum í Gerplu en hann hefur þjálfað í Gerplu í sjö ár og sinnti deildarstjórastarfi í grunndeild karla í nokkur ár. Hann er með BS gráðu í viðskiptahagfræði frá HR og hefur undanfarið ár sinnt fjármálastjórastöðu hjá Fimleikasambandi Íslands. Ragnar hefur störf í ágúst.

Um leið og við bjóðum Ragnar velkominn til starfa vill félagið þakka Hildi Gottskálksdóttur fráfarandi fjármálastjóra fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.

You may also like...