fbpx

Skipulag fyrir bikarmót í áhaldafimleikum

Skipulagið fyrir bikarmótið í áhaldafimleikum er tilbúið og er hér fyrir neðan. Gerpla sendir í fyrsta skipti þrjú bikarlið í frjálsum æfingum karla sem sýnir breiddina í þeim flokki hjá félaginu. Eitt lið verður í kvennaflokknum en alls taka sjö lið þátt í kvennakeppninni en aðeins fjögur lið í karlakeppninni. Strákarnir okkar hafa titil að verja en stelpurnar urðu í 2.sæti í fyrra.

Gerpla á eitt lið í 1.þrepi karla og eitt lið í 1.þrepi kvenna. Ekkert lið í 2.þrepi karla en tvö lið í 2.þrepi kvenna og svo þrjú lið í 3.þrepi kvenna og eitt lið í 3.þrepi karla. Helgin er þétt skipuð og hefur þetta mót aldrei verið stærra í sniðum. Búast má við spennandi og skemmtilegri keppni í öllum flokkum. Áfram GERPLA!

Skipulag_Bikarmót_ÁH_2018

You may also like...