Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum – Rakel Sara átti besta árangur íslendinga á mótinu og enn að keppa í unglingaflokki

Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum var haldið 23.-27. október í Leicester á Englandi. Mótið er fullorðinsmót en má senda einn keppanda sem er enn að keppa í unglingaflokki til keppni á mótinu. Gerpla átti þrjá fulltrúa í kvennalandsliði Íslands og tvo í karlalandsliðinu. Mótið fór vel fram og gerðu mótshaldarar það besta við mjög þröngar aðstæður. Mótið fór fram í mjög litlu íþróttahúsi í Leicester. Ferðin var frábær og stóðu íslensku keppendur sig frábærlega.

Kvennaliðið var skipað Gerplustúlkunum Heklu HákonardóttirKristjönu ÓIafsdóttur og Rakel Söru Pétursdóttur. Aðrir keppendur voru Stjörnustúlkurnar Katla María Geirsdóttir, Þóranna Sveinsdóttir og Nanna Guðmundsdóttir.

Karlalandsliðið var skipað Gerpludrengjunum Atla Snæ Valgeirssyni og Sigurði Ara Stefánssyni. Aðrir keppendur voru Lúkas Ari Ragnarsson, Ari Freyr Kristinsson, Jón Sigurður Gunnarsson og Sólon Sverrisson.

Karlaliðið lenti í 4 sæti í liðakeppninni og varð Atli Snær Valgeirsson hæstur af Íslendingunum í fjölþraut. Strákarnir áttu flott mót og stóðu sig virkilega vel.

Kvennaliðið lenti í 5. sæti í liðakeppninni og varð fyrir því ólani að missa mjög sterkan keppanda út í upphitun á keppnisdegi, þegar Nanna slasaði sig á tá í upphitun á slá. Stelpurnar stóðu sig frábærlega. Rakel Sara Pétursdóttir sem er enn að keppa í unglingaflokki varð svo í 3. sæti í fjölþraut. Frábær árangur hjá henni.

Eftir að móti lauk kom í ljós að
Atli Snær komst í úrslit á gólfi, stökki og svifrá.
Sigurður Ari var fyrsti varamaður inn í úrslit á stökki
Kristjana Ósk var varamaður inn á tvíslá
Rakel Sara komst í úrslit á stökki, slá og gólfi

Á sunnudeginum var keppt til úrslita á áhöldum, Sigurður Ari var kallaður inn í keppni á stökki þar sem einn keppandi dró sig úr úrslitum.

Atli Snær Valgeirsson
7. sæti á gólfi
6. sæti á stökki
5. sæti á svifrá

Sigurður Ari Stefánsson
8. sæti á stökki

Rakel Sara Pétursdóttir
4. sæti á stökki
7. sæti á slá
2. sæti á gólfi

Frábær árangur hjá Rakel Söru og öllum keppendum Gerplu og Íslands á mótinu. Við erum ótrúlega stolt af þeim öllum.

Myndir: https://fimleikasambandislands.smugmug.com/2025/NEM

You may also like...