fbpx

Iceland Classic 2024

Iceland Classic var haldið um síðastliðna helgi í Versölum, þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið og í fyrsta sinn sem við höldum Iceland Classic International. Í fyrsta sinn fengum við gesti til okkar erlendis frá og skráðu sig til leiks tvö félög frá Færeyjum, Fimleikafélagið Ljósið og Fimleikafélagið Stökk, við fengum einnig fyrirspurnir frá félögum í Danmörku, Bretlandi og Dubai sem gleður okkur mjög að möguleiki sé að stækka mótið á næstu árum. Einnig fengum við skráningu frá Ármanni, Björk, Fylki, Fimleikadeild KA,  Keflavík, Stjörnunni og Gerplu. Yfir 500 keppendur fóru í gegnum Versali um helgina.

Keppt var í þrepum íslenska fimleikastigans, Landsreglum og í þrepum Special Olympics í fyrsta sinn. Mótið var í fimm hlutum og hófst keppni í fyrsta sinn snemma að morgni á föstudegi. Mótið er orðið það stórt að keppa þurfti í þrjá heila daga. Mótinu lauk á sunnudagskvöldi.

Keppt var í 6. þrepi karla og kvenna, þar sem keppendur eru að stíga sín fyrstu skref í fimleikastiganum. 5.-2. þrepi karla og kvenna. Tveir hlutar kvenna megin voru löglegir FSÍ hlutar og einn hluti karlamegin og var keppt þar í 4.- og 5. þrepi. Þar voru keppendur sem náðu þrepinu sínu og eru þar með útskrifuð úr því þrepi og keppa þegar þau eru tilbúin í næsta þrepi fyrir ofan.

Iceland Classic International var haldið í fyrsta sinn og þar var keppt í frjálsum æfingum í þrem flokkum kvenna og karlamegin. Keppt var í drengjaflokki, stúlknaflokki, unglingaflokki og fullorðinsflokki hjá báðum kynjum.

Á föstudeginum 1. mars var keppt í liðakeppni og í fjölþraut. Liðakeppnin var þannig uppsett að fimm voru saman í liði, fimm kepptu og þrír hæstu á hverju áhaldi töldu til liðs.  Kvennamegin voru átta lið skráð til leiks og 4 lið karlamegin. Einnig var keppt í fjölþraut í öllum flokkum. Á laugardeginum var svo keppt til úrslita á áhöldum þar sem sex stigahæstu keppendur úr hverjum flokki á hverju áhaldi kepptu til úrslita,

Hægt er að skoða öll úrslit hér:  Live Score – Sport Event Systems

Myndir: https://gerpla.smugmug.com/2024/Iceland-Classic-2024

Við viljum þakka öllum keppendum, þjálfurum, dómurum, stuðningsmönnum sem fylltu stúkuna alla helgina og okkar frábæra starfsfólki og sjálfboðaliðum sem gerðu helgina ógleymanlega fyrir alla keppendur.

Sérstaklega viljum við þakka styrktaraðilum mótsins fyrir þeirra aðkomu að mótinu: GK á Íslandi, H verslun, H bar, Camelbak, MUNA og Nike

Við hlökkum til að sjá ykkur að ári!

Keppendur Gerplu á mótinu:

You may also like...