NM í hópfimleikum
Norðurlandamót í hópfimleikum fór fram í Espoo, Finnlandi, helgina 7.–9. nóvember. Meistaraflokkur Gerplu tók þátt í kvennaflokki og átti gott mót. Liðið samanstendur af 14 öflugum fimleikakonum sem sýndu frábæra liðsheild og gleði á gólfinu. Þær enduðu í 6. sæti af tíu liðum.

Á mótinu átti Gerpla sitt besta gólf hingað til, með hæstu E-einkunn sem liðið hefur fengið. Þær geisluðu á gólfinu og þær breytingar sem búið er að vinna til að uppfylla kröfur í nýjum reglum tókust mjög vel. Dýnustökkin og trampólínið voru án falla, sem er alltaf markmiðið. Hins vegar urðu stór mistök í fyrstu umferð á dýnu og dýr mistök í hestumferð á trampólíni sem kostuðu liðið nokkur stig. Þetta voru allt mistök sem ekki var endilega hægt að sjá fyrirfram því stundum gerist allskonar í hita leiksins. Þrátt fyrir það var frammistaðan öflug og upplifunin góð fyrir hópinn. Þær enduðu í 6.sæti á öllum áhöldum og í samanlögðum stigum. Með fullkomnum degi hefði liði verið með góða möguleika á 3.sætinu. Liðið er ungt og efnilegt og á aukinn erfiðleika inni í erminni og verður gaman að fylgjast með þeim á íslenska tímabilinu sem hefst í mars 2026.
Lið Gerplu skipuðu: Aldís Inga Hrannarsdóttir, Bryndís Guðnadóttir, Dagný Lind Hreggviðsdóttir, Eva Halldórsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hrafnhildur T. Brynjólfsdóttir, Julie Woldseth, Karolína Helga Jóhannsdóttir, Katrín Inga Gunnarsdóttir, Linda Björk Arnarsdóttir, Margrét Júlía Jóhannsdóttir, Natalía Tunjeera Hinriksdóttir, Sara María Tandradóttir og Viktoría Benónýsdóttir.
Þjálfarar Meistaraflokks Gerplu eru: Kristinn Þór Guðlaugsson, Marcus Schröder, Mia Viktorsdóttir, Michal Risský, Rebekka Rut Stefánsdóttir og Yrsa Ívarsdóttir.






Nánari úrslit eftir áhöldum má finna á https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/3405?f=7674&country=fin&year=-1

