fbpx

Landsliðið fyrir HM tilkynnt

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum karla og kvenna verður haldið í Kitakyushu í Japan 18.-24. október næstkomandi.

Landsliðsþjálfarar hafa valið keppendur á mótið og er það ávallt mikill heiður að vera valinn að keppa fyrir Íslands hönd. Gerpla á fjóra fulltrúa í landsliðinu að þessu sinni en það eru í karlakeppninni þeir

Jónas Ingi Þórisson
Martin Bjarni Guðmundsson
Valgarð Reinhardsson

 Í kvennakeppninni er það svo Hildur Maja Guðmundsdóttir aðeins 16 ára.

Þau Hildur Maja og Jónas Ingi eru að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en bæði Martin Bjarni og Valgarð hafa keppt áður. Mótið er stórt í sniðum en alls mæta keppendur frá 59 löndum og verða um 230 karlakeppendur og 150 kvennakeppendur á mótinu. Framundan er áframhaldandi strangur undirbúningur, samæfingar og æfingamót en brottför á mótið er eftir 3 vikur.

Við óskum þeim öllum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með valið og góðs gengis í framhaldinu.

You may also like...